You are here

Vörur | Hönnun

„Viðskipti með falsaðan varning er sú ólöglega starfsemi sem hvað mest hefur vaxið í heiminum á síðustu árum og er svo komið í dag að þessi starfsemi er orðin sambærileg á heimsvísu og viðskipti með fíkniefni. Samanborið við fíkniefnaviðskipti er markhópurinn bæði stærri og fjölbreyttari auk þess er hugarfar almennings gagnvart kaupum á fölsuðum varningi almennt annars eðlis heldur en gagnvart kaupum á fíkniefnum. Ólíkt því sem almennt er talið meðal almennings þá eru það skipulögð glæpasamtök sem stjórna að miklu leyti framleiðslu og dreifingu á fölsuðum varningi í heiminum í dag og er engin vörutegund undanskilin. Spurningin er einungis hvernig og hversu auðvelt er að ná til kaupandans. Allir eru í markhópnum, vitandi eða óafvitandi og fer það einungis eftir eðli vörunnar hvar og hvernig henni er komið á markað. Í huga almennings tengist þessi málaflokkur aðalega fatnaði, kvikmyndum og tónlist en færri vita að Evrópa er í dag kjörmarkaður fyrir m.a. fölsuð lyf, bílavarahluti, leikföng, matvæli, snyrtivörur, rafhlöður og tóbak. Í Evrópu kemur árlega upp fjöldi alvarlegra tilfella í kjölfar á neyslu, notkunar eða meðhöndlunar á fölsuðum varningi.“

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer