You are here

Um falsanir.is

Vefsíðunni "falsanir.is" er ætlað að fræða almenning um verndun hugverka og hvernig hægt er að komast hjá því að brjóta þau.

Aðstandendur síðunnar er hópur aðila sem samanstendur af fulltrúum frá Einkaleyfastofunni, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Mennta- og menningamálaráðuneytinu, Tollinum, Neytendastofu, STEF, SFH, Lyfjastofnun, SMÁÍS, Hönnunarmiðstöð Íslands, Myndstefi og nokkrum hagsmunaaðilum sem láta sig verndun hugverka varða. Hópurinn kom fyrst saman kjölfar ráðstefnu sem Einkaleyfastofan hélt í tilefni af Alþjóðlega hugverkaréttardeginum árið 2008 og hefur hist reglulega síðan. Þessir aðilar koma víða að en eiga það sameinginlegt að koma að verndun hugverka á einhvern hátt. Hægt er að komast á heimasíður aðstandenda síðunnar með að smella á tenglana hér fyrir neðan.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Einkaleyfastofan
Hönnunarmiðstöð Íslands
Lyfjastofnun
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Myndstef
Neytendastofa
SFH
SMÁÍS
STEF
Tollstjóri

Til að gera falsanir.is sem allra besta er óskað eftir ábendingum um hvað mætti vera inni á svona síðu og eins ef einhverjar spurningar vakna þá má endilega koma þeim til aðstandenda síðunnar með því að smella á „Hafa samband“ í valstikunni hér að ofan, eða með því að smella hér.

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer