slideshow 1 slideshow 2 slideshow 3

Um 100 tonn af ólöglegum lyfjum gerð upptæk

Interpol hefur gert upptæk meira en 100 tonn af ólöglegum og fölsuðum lyfjum í nokkrum löndum Suður-Afríku.

Smelltu hér til að opna fréttina á vefsíðu enca.com.

Á annað hundrað húsgögnum fargað

Tollgæslan stöðvaði nýverið sendingu frá Kína, sem reyndist meðal annars innihalda á annað hundrað eftirlíkingar af húsgögnum nokkurra frægra hönnuða í Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi og á Ítalíu. Munirnir voru fluttir í gámi hingað til lands en um var að ræða stóla, borð og lampa sem voru eftirlíkingar af þekktum húsgögnum sem seld eru í sérverslunum hér á landi.

Þarna var um að ræða brot á hugverkaréttindum viðkomandi hönnuða og var húsgögnunum fargað í móttökustöð Sorpu, undir eftirliti tollvarða. Málinu er þar með lokið og mun Tollstjóri ekki veita nánari upplýsingar um það.

Fölsuð ólífuolía í umferð á Ítalíu


Lögregluyfirvöld á Ítalíu greindu frá því að þau hefðu handtekið 17 manns í tengslum við fölsunarhring og gert upptæka 5000 lítra af falsaðir ólífuolíu.
http://news.xinhuanet.com/english/world/2012-06/11/c_131645843.htm

Mikið magn vodka gert upptækt í Noregi

Norsk tollayfirvöld og lögregla gerðu upptæka 2200 lítrar af fölsuðum Jelzin vodka. Lesa má nánar um fréttina í fréttatilkynningu síðu norska tollsins.

23 apríl, 2012 - Eftirlíkingar af krabbameinslyfinu Avastin voru seldar í Bandaríkjunum. AP

Eftirlíkingar af krabbameinslyfinu Avastin voru seldar í Bandaríkjunum. AP
Nýverið komst upp um sölu á fölsuðu krabbameinslyfi á Bandaríkjamarkaði. Lyfið mun vera skaðlaust, en inniheldur engin virk efni til lækningar. Það heitir ýmist Avastin eða Altuzan og er ætlað til innsprautunar.
Stutt er síðan áþekkt mál kom upp í Bandaríkjunum

28 febrúar, 2012 - Falsaður varningur stöðvaður í alþjóðlegri aðgerð

Nýlega lauk alþjóðlegri aðgerð (Global Hoax II) sem miðaði að því að koma í veg fyrir innflutning á fölsuðum varningi í gegnum póst- og hraðsendingar. Aðgerðin sem var mjög viðarmikil var skipulögð af World Customs Organisation (WCO) og Hugverkamiðstöð Bandaríkjamanna (US IPR Center). Fjörtíu og þrjár þjóðir tóku þátt í aðgerðinni og þar á meðal tollgæslan á Íslandi. Í aðgerðinni var lagt hald á yfir 30.000 pakka og yfir 150.000 hlutir voru gerðir upptækir þ.á.m.

8 nóvember, 2011 - Falsaðar Nokia rafhlöður stöðvaðar af tollgæslunni

Nýlega stöðvaði tollgæslan nokkrar póstsendingar sem innihéldu töluvert magn af fölsuðum Nokia rafhlöðum. Sendingarnar komu frá Hong Kong og var sama fyrirtækið innflutningsaðili á sendingunum.
Rafhlöðurnar voru verslaðar á eBay og var erfitt var að sjá að um væri að ræða fölsun en með samstarfi tollgæslunnar og Hátækni, sem er umboðsaðili Nokia á Íslandi, tókst að staðfesta það. Það sem ekki síst vakti grunsemdir tollvarða var óeðlilega lágt reikningsverð á rafhlöðunum.

08 nóvember, 2011 - Dómur bannar innflutning á eftirlíkingum

Dómstóll í Danmörku úrskurðaði rétt í þessu að ekki er leyfilegt að panta vörueftirlíkingar til eigin nota gegnum internetið. Þetta þýðir að það er ekki löglegt að flytja inn t.d. eftirlíkingu af Rolex úri til eigin nota ef viðskiptin eiga sér stað á internetinu.
Þessi dómur er merkilegur fyrir þær sakir því fram að honum hefur ríkt óvissa um hvort löglegt er fyrir einstaklinga að flytja inn eftirlíkingar til Danmerkur. Það kemur reyndar fram í dóminum að leyfilegt er taka með sér eftirlíkingar heim úr utanlandsferðum, en bannað er að panta þær af internetinu.

Pages

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer