You are here

Fölsuðum stólum fargað af Tollstjóra

Fölsuðum Eames stólum var fargað í vikunni eftir að tollverðir höfðu stöðvað innflutning þeirra til landsins í nóvember síðastliðnum. Var rétthöfum tilkynnt um hugsanlegt brot gegn hugverkaréttindum.

Stólarnir, 29 talsins, komu ýmist í póstsendingum, hraðsendingum eða sjósendingum frá Bretlandi og Kína á vegum nokkurra einstaklinga. Viðkomandi og rétthafar komust að samkomulagi um förgun varningsins, sem fargað var undir eftirliti Tollstjóra

„Ea­mes-stól­arn­ir eru ein fræg­asta stóla­hönn­un í heimi en stól­arn­ir voru hannaðir af þeim Char­les og Ray Ea­mes í kring­um 1950 og urðu strax mjög vin­sæl­ir", seg­ir í til­kynn­ingu Toll­stjóra.

Sem fyrr leggur Tollstjóri áherslu á víðtækt og traust samstarf við atvinnulífið, þar á meðal á eindregna vernd hugverka.

Sjá frétt á heimasíðu tollstjóra.

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer