You are here

Svartur markaður með falsaðar vörur í falinni „verslunarmiðstöð“

Dagblaðið Sunday Mirror hefur rannsakað falda „verslunarmiðstöð“ í Bretlandi. Verslanir leynast bak við luktar dyr verslunarhúsnæða sem virðast vera tóm. Þar selja sölumenn falsaðar vörur sem laða að sér breska kaupendur.

Verslanirnar eru 20 talsins og starfa með svokölluðu “spotter system“, þar sem einn stendur á verði og notar farsíma til að láta sölumennina vita ef lögreglan er nálægt.

Að sögn sölumanna koma flestar vörurnar frá Kína og Tyrklandi. Kaupendurnir kaupa oft mikið magn af fölsuðu vörunni og selja hana svo aftur á internetinu sem um rétt og verndað vörumerki væri að ræða.
Fölsuð vara er oft seld fyrir lægra verð en upprunalega varan, en þá er ekki að tryggt að hún uppfylli gæði eða öryggisstaðla s.s.rétt innihald, skaðleysi eða virkni.

HÉR má sjá nánari umfjöllun á vefsíðu Mirror

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer