You are here

Umfangsmikil aðgerð sem náði til Íslands

Þrjú mál komu upp hér á landi í nýlokinni alþjóðlegri aðgerð gegn fölsuðum og ólöglegum lyfjum sem seld eru á netinu. Embætti Tollstjóra og Lyfjastofnun tóku sameiginlega þátt í aðgerðinni, sem stóð í viku. Aðgerðin „Pangea VII“ var á vegum WCO (World Customs Organisation), og kom Interpol að henni þar sem markmið hennar var meðal annars að uppræta glæpastarfsemi þá er liggur að baki sölu umræddra lyfja.

Um er að ræða stærstu alþjóðlegu aðgerð gegn sölu ólöglegra lyfja, sem framkvæmd hefur verið til þessa. Nær 200 stofnanir í 111 löndum tóku þátt í henni og voru 237 handteknir í fjölmörgum löndum. Meðal þeirra 9.4 milljóna sendinga af fölsuðum og ólöglegum lyfjum, sem haldlögð voru í aðgerðinni voru megrunarlyf, krabbameinslyf, malaríulyf, og stinningarlyf. Þau voru að andvirði um 36 milljónir dollara. Upp komu 1.235 mál, sem eru til rannsóknar hjá viðkomandi lögregluyfirvöldum, meira en 19.000 auglýsingar á ólöglegum lyfjum voru fjarlægðar og rúmlega 10.600 vefsíðum var lokað.

Sjá nánar á vefsíðu Tollstjóra.

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer