You are here

Kínverskum eftirlíkingum fargað

Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi þann 22. maí síðastliðinn með dómi að tilteknu fyrirtæki væri meðal annars óheimilt að flytja inn, taka við vörslum, hafa í notkun í starfsemi sinni, bjóða til sölu, selja, gefa, flytja úr landi eða ráðstafa með öðrum hætti húsgögnum sem teljast eftirlíkingar af meðal annara hönnunarfyrirmynda (e. design icon) Egginu, Svaninum, Corona stólnum, Cassina stól og Arco lampanum. Þá var einnig staðfest lögbann sem sýslumaðurinn í Reykjavík lagði hinn 14. janúar síðastliðinn við því að fyrirtækið flytti inn og notaði þessi húsögn, og var fyrirtækið dæmt til að þola að öll eintök af eftirlíkingunum yrðu afhent stefnendum í málinu til eyðileggingar undir eftirliti Tollstjórans.

Sjá nánar dóm Héraðsdóms Reykjavíkur 22. maí 2014 í máli nr. E-253/2013.

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer