You are here

Stöðvuðu meintar eftirlíkingar af Nike-skóm

Tollverðir stöðvuðu nýlega fjórar sendingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem taldar voru innihalda eftirlíkingar af Nike-skóm. Um var að ræða hraðsendingar sem komu frá Kína en það var einstaklingur sem stóð að innflutningnum. Sendingarnar voru stöðvaðar samkvæmt heimild í tollalögum vegna gruns um að þær innihéldu falsaðar vörur og var rétthafa Nike-merkisins tilkynnt um málið í kjölfarið.

Sjá nánar á vefsíðu Tollstjóra.

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer