You are here

Alþjóðlegt átak gegn eftirlíkingum

Embætti Tollstjóra tekur þátt í alþjóðlegu verkefni sem ber yfirskriftina „Falsanir: ekki kaupa hlut í skipulagðri glæpastarfsemi“ sjá vefsíðu herferðarinnar hér. Verkefnið er nýhafið og beinist að því að vekja athygli á vörufölsun og í tengslum við alþjóðlega skipulagða glæpastarfsemi.

Í tilkynningu frá embætti Tollstjóra segir að herferðin sé á vegum fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC). Í henni felst að neytendur séu hvattir til að leiða hugann að því hverjir og hvað sé að baki framleiðslu á fölsuðum vörum.
„Talið er iðnaðurinn velti yfir 250 milljörðum dollara á ári hverju. Í mörgum tilvikum getur falsaður varningur verið hættulegur enda ekki framleiddur í samræmi við viðeigandi staðla og kröfur“ segir í tilkynningunni.
Þar kemur einnig fram að falsaður varningur sé iðulega framleiddur við ófullnægjandi aðstæður af ólöglegu vinnuafli sem ekki fá greidd mannsæmandi laun.
„Það er gríðarlega mikilvægur liður í baráttunni gegn vörufölsun að fólk sé meðvitað um þær afleiðingar sem þessi iðnaður hefur í för með sér því að þá eru minni líkur á að almenningur kaupi slíkar vörur og styrki þannig skipulagða glæpastarfsemi.“

Í þessu sambandi er bent á nýgenginn dóm Héraðsdóms Reykjaness sem staðfesti lögbann á innflutningi eftirlíkinga af Arco-gólflampanum. Tollayfirvöld stöðvuðu tollafgreiðslu sendingar slíkra lampa. Um var að ræða 30 gólflampa sem pantaðir höfðu verið frá Hong Kong.
„Innflytjanda var gert að sæta eyðingu lampanna undir eftirliti Tollstjóra og greiða á aðra milljón í skaðabætur og málskostað. Sem fyrr leggur Tollstjóri áherslu á víðtækt og traust samstarf við atvinnulífið, þar á meðal á eindregna vernd hugverka.“

Sjá tilkynningu frá tollstjóraembættinu hér.

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer