You are here

UNWTO, UNODC og UNESCO hefja herferð gegn ólöglegum viðskiptum

Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (United Nations Office on Drugs and Crime; UNODC), Alþjóðaferðamálastofnunin (World Tourism Organization; UNWTO) og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (United Nations Educational, Scientific and Cultural Organisation; UNESCO) hafa sameinað krafta sína til að koma á framfæri alþjóðlegri herferð til hvetja ferðamenn að styðja baráttuna gegn ólöglegum viðskiptum. Herferðin var kynnt hinum alþjóðlega ferðamálageira á „International Tourism Bourse“ (ITB) í Berlín, og er hluti af markmiði Sameinuðu þjóðanna sem snýr að baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi í heiminum.

„Aðgerðir þínar skipta máli – vertu ábyrgur ferðamaður“ miðar að því að ferðamenn þekki hverjar hinar algengustu ólöglegu vörur og þjónusta eru sem verða á vegi þeirra á meðan ferðalagi stendur. Herferðin er hugsuð sem leiðbeiningar fyrir ferðamenn til að koma auga á og skilja hinar hugsanlegu aðstæður sem snúa að verslun með fólk, verndaða náttúru, menningarminjar, ólögleg fíkniefni og falsaðar vörur, og geta ferðamenn með því móti gripið til aðgerða með ábyrgu og upplýstu vali neytendans.
http://www.bearesponsibletraveller.org/

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer