You are here

Bandarísk tollyfirvöld glíma við innflutning á ólöglegum vörueftirlíkingum

Hvers vegna ætti löggæsla Bandaríkjanna að eyða dýrmætum tíma sínum í að leita að fölsuðum „design“ handtöskum? Verslun með falsaðar vörur eru um 10 prósent viðskipta í heiminum og er veltan áætluð um 500 billjón dollarar ($ 500.000.000.000) á ári samkvæmt Alþjóðatollastofnuninni (World Customs Organization).

Sala vörueftirlíkinga er talin stuðla að frekari glæpastarfsemi í heiminum. Fjármagn frá svarta markaðinum fyrir falsaðar vörur s.s. handtöskur, fatnað, skó og aðrar vörueftirlíkingar er m.a. notað til að fjármagna aðra ólöglega starfsemi þ.m.t. mansal, fíkniefnasölu og hryðjuverkastarfsemi.

Smelltu hér til að opna fréttina ásamt myndbandi á vefsíðu abcnews.go.com.

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer