You are here

08 nóvember, 2011 - Dómur bannar innflutning á eftirlíkingum

Dómstóll í Danmörku úrskurðaði rétt í þessu að ekki er leyfilegt að panta vörueftirlíkingar til eigin nota gegnum internetið. Þetta þýðir að það er ekki löglegt að flytja inn t.d. eftirlíkingu af Rolex úri til eigin nota ef viðskiptin eiga sér stað á internetinu.
Þessi dómur er merkilegur fyrir þær sakir því fram að honum hefur ríkt óvissa um hvort löglegt er fyrir einstaklinga að flytja inn eftirlíkingar til Danmerkur. Það kemur reyndar fram í dóminum að leyfilegt er taka með sér eftirlíkingar heim úr utanlandsferðum, en bannað er að panta þær af internetinu.
Þessi dómur er talinn senda skýr skilaboð um afstöðu til ólöglega vörueftirlíkinga og er mikill sigur fyrir skapandi fyrirtæki í Danmörku.
Sjá fréttina hér.

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer