slideshow 1 slideshow 2 slideshow 3

43 ólöglegar lyfjasendingar handlagðar

Rúmlega 40 mál komu upp hér á landi fyrr í mánuðinum í alþjóðlegri aðgerð gegn fölsuðum og ólöglegum lyfjum sem seld eru á netinu. Embætti Tollstjóra og Lyfjastofnun tóku sameiginlega þátt í aðgerðinni og nutu atbeina ríkislögreglustjóra og tengslaskrifstofu embættissins hjá Europol við framkvæmd verkefnisins hér.

Fölsuðum stólum fargað af Tollstjóra

Fölsuðum Eames stólum var fargað í vikunni eftir að tollverðir höfðu stöðvað innflutning þeirra til landsins í nóvember síðastliðnum. Var rétthöfum tilkynnt um hugsanlegt brot gegn hugverkaréttindum.

Stólarnir, 29 talsins, komu ýmist í póstsendingum, hraðsendingum eða sjósendingum frá Bretlandi og Kína á vegum nokkurra einstaklinga. Viðkomandi og rétthafar komust að samkomulagi um förgun varningsins, sem fargað var undir eftirliti Tollstjóra

Svartur markaður með falsaðar vörur í falinni „verslunarmiðstöð“

Dagblaðið Sunday Mirror hefur rannsakað falda „verslunarmiðstöð“ í Bretlandi. Verslanir leynast bak við luktar dyr verslunarhúsnæða sem virðast vera tóm. Þar selja sölumenn falsaðar vörur sem laða að sér breska kaupendur.

Verslanirnar eru 20 talsins og starfa með svokölluðu “spotter system“, þar sem einn stendur á verði og notar farsíma til að láta sölumennina vita ef lögreglan er nálægt.

Umfangsmikil aðgerð sem náði til Íslands

Þrjú mál komu upp hér á landi í nýlokinni alþjóðlegri aðgerð gegn fölsuðum og ólöglegum lyfjum sem seld eru á netinu. Embætti Tollstjóra og Lyfjastofnun tóku sameiginlega þátt í aðgerðinni, sem stóð í viku. Aðgerðin „Pangea VII“ var á vegum WCO (World Customs Organisation), og kom Interpol að henni þar sem markmið hennar var meðal annars að uppræta glæpastarfsemi þá er liggur að baki sölu umræddra lyfja.

Kínverskum eftirlíkingum fargað

Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi þann 22. maí síðastliðinn með dómi að tilteknu fyrirtæki væri meðal annars óheimilt að flytja inn, taka við vörslum, hafa í notkun í starfsemi sinni, bjóða til sölu, selja, gefa, flytja úr landi eða ráðstafa með öðrum hætti húsgögnum sem teljast eftirlíkingar af meðal annara hönnunarfyrirmynda (e. design icon) Egginu, Svaninum, Corona stólnum, Cassina stól og Arco lampanum. Þá var einnig staðfest lögbann sem sýslumaðurinn í Reykjavík lagði hinn 14.

Stöðvuðu meintar eftirlíkingar af Nike-skóm

Tollverðir stöðvuðu nýlega fjórar sendingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem taldar voru innihalda eftirlíkingar af Nike-skóm. Um var að ræða hraðsendingar sem komu frá Kína en það var einstaklingur sem stóð að innflutningnum. Sendingarnar voru stöðvaðar samkvæmt heimild í tollalögum vegna gruns um að þær innihéldu falsaðar vörur og var rétthafa Nike-merkisins tilkynnt um málið í kjölfarið.

Sjá nánar á vefsíðu Tollstjóra.

Alþjóðlegt átak gegn eftirlíkingum

Embætti Tollstjóra tekur þátt í alþjóðlegu verkefni sem ber yfirskriftina „Falsanir: ekki kaupa hlut í skipulagðri glæpastarfsemi“ sjá vefsíðu herferðarinnar hér. Verkefnið er nýhafið og beinist að því að vekja athygli á vörufölsun og í tengslum við alþjóðlega skipulagða glæpastarfsemi.

UNWTO, UNODC og UNESCO hefja herferð gegn ólöglegum viðskiptum

Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (United Nations Office on Drugs and Crime; UNODC), Alþjóðaferðamálastofnunin (World Tourism Organization; UNWTO) og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (United Nations Educational, Scientific and Cultural Organisation; UNESCO) hafa sameinað krafta sína til að koma á framfæri alþjóðlegri herferð til hvetja ferðamenn að styðja baráttuna gegn ólöglegum viðskiptum.

Bandarísk tollyfirvöld glíma við innflutning á ólöglegum vörueftirlíkingum

Hvers vegna ætti löggæsla Bandaríkjanna að eyða dýrmætum tíma sínum í að leita að fölsuðum „design“ handtöskum? Verslun með falsaðar vörur eru um 10 prósent viðskipta í heiminum og er veltan áætluð um 500 billjón dollarar ($ 500.000.000.000) á ári samkvæmt Alþjóðatollastofnuninni (World Customs Organization).

Um 100 tonn af ólöglegum lyfjum gerð upptæk

Interpol hefur gert upptæk meira en 100 tonn af ólöglegum og fölsuðum lyfjum í nokkrum löndum Suður-Afríku.

Smelltu hér til að opna fréttina á vefsíðu enca.com.

Pages

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer