You are here

Ýmis Dæmi

Í mörgum ríkjum lúta fæðubótarefni og snyrtivörur ekki ströngum framleiðsluskilyrðum og þurfa ekki sérstakt markaðsleyfi yfirvalda. Reynslan hefur því miður sýnt að óprúttnir aðilar notfæra sér þetta og bæta lyfjaefnum í þessar vörur til að magna áhrif þeirra. Þar sem lyf hafa aukaverkanir og jafnvel frábendingar (ákveðna hópa fólks sem ekki mega nota viðkomandi lyf) getur skapast umtalsverð hætta á óþægindum eða skaðlegum áhrifum á neytanda vegna þessa. Lyfjastofnun og Matvælastofnun berast reglulega tilkynningar um fæðubótarefni sem innihalda lyf. Enn sem komið er hefur engin vara sem tilkynnt hefur verið, verið markaðssett í verslunum hér á landi svo vitað sé. Þó koma reglulega tilkynningar um vörur sem eftirlitsaðilar þekkja úr innflutningseftirliti vegna innflutnings einstaklinga á fæðubótarefnum. Oftast er þar um viðskipti í gegnum internetið að ræða en þó eru dæmi um vörur sem hafa verið á markaði á Norðurlöndum.
Dæmi um fölsuð lyf

Þessi pakki af Viagra var keyptur í gegnum netið og stöðvaður í tolli á Íslandi. Við skoðun kom í ljós að malasískt markaðsleyfisnúmer sem prentað var á pakkann var rangt. Sendingin kom frá Hong Kong. Eina leiðin til að staðfesta þessa fölsun var með samstarfi sérfræðinga Lyfjastofnunar og Pfizer í Malasíu.

Dæmi um fæðubótarefni sem lyf hafa greinst í

Sildenafil (stinningarlyf, virka efnið í Viagra) Aðvörun frá finnsku lyfjastofnuninni- 2009


Thio-aidenafil (hliðstæða við sildenafil)
Aðvörun frá Bretlandi-2010


Hydroxyhomosildenafil (hliðstæða við sildenafil)
Aðvörun frá Kanada-2010


Acetildenafil (hliðstæða við sildenafil)
Aðvörun frá Kanada-2010


Sibutramine
Aðvörun frá Bretlandi-2010


Sibutramine
Aðvörun frá Bretlandi-2010


Sibutramine (megrunarlyf, virka efnið í Reductil sem var afturkallað af markaði vegna alvarlegra aukaverkana)
Aðvörun frá Bretlandi- 2010

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer