You are here

Lyf

Fölsuð lyf geta verið lífshættuleg. Sum innihalda eiturefni á meðan önnur eru lyfleysur og jafnvel finnast lyf sem innihalda virka lyfjaefnið en í of litlu eða of miklum mæli þannig að skaði getur hlotist af. Í ljósi mikilla gróðamöguleika og hversu einfalt það er í dag að framleiða töflur og umbúðir, fjölgar þeim ört sem fara út í framleiðslu á fölsuðum lyfjum. Til að blekkja kaupandann bæði hvað varðar útlit og áhrif eru í sumum tilfellum notuð efni eins og t.d. götumálning, gólflakk, koffein, amfetamín og morfín. Auðveldasta leiðin til að nálgast kaupendur er í gegnum netið og auðvelt er að láta freistast af miklu úrvali á hagstæðu verði, án nokkura skilyrða. Talið er að stór hluti þeirra lyfja sem seld eru í gegnum netið séu fölsuð og bjóða mörg ólögleg netapótek upp á margar ólíkar tegundir lyfja eins og t.d. stinningarlyf, grenningarlyf, fúkkalyf, krabbameinslyf og lyf gegn kólestróli. Evrópusambandið hefur líst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála og segir ástandið langt umfram verstu hrakspár.

Theme by Danetsoft and Danang Probo Sayekti inspired by Maksimer